http://pikubombur.blogcentral.is/sida/2097821/
http://reynslusaga.blogspot.com/
http://www.spilavandi.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=3&Itemid=7
http://www.tilvera.is/index.php?option=com_content&task=blogcategory&id=14&Itemid=87
Sunday, April 29, 2012
6 konur í kaffi (hugmyndasmíði)
Það er ótúlegt
til þess að hugsa að nú séu liðin 20 ár frá því að litli Kristófer Atli kom í
heiminn svo fullkominn og fallegur. Frískur og kraftmikill. Ég 18 ára gömul og
þóttist alveg klár í slaginn. Það væri fátt sem ég treysti mér ekki til að
takast á við í hinu nýja hlutverki, að vera móðir. Ég væri nú ekki sú eina og
alls ekki sú yngsta. Allstaðar í kring um mig voru ungar mæður. Og eldri mæður,
með reynslu, svo engu var að kvíða.
Þegar maður er
18 ára heldur maður að maður geti allt. 38 ára gömul sé ég að ég hafði svo sem
ekki á svo röngu að standa.
Að ganga með
barnið og koma því í heiminn fannst mér ekkert svo erfitt, reyndar auðveldara
en ég hafði ímyndað mér. Að fá loksins að halda á litla krílinu, sem hafði
spriklað svo kröftuglega í bumbunni minni, var dásamlegt. Að gefa brjóst, „pís
of keik“ bleyjuskipti, næturbrölt og þvottastúss, óþarfi að tala um það. Fyrsta
vikan gekk stórkostlega og átalaust fyrir sig. Við komum heim af sjúkrahúsinu
og allt í lukkunnar velstandi. En þá fór að halla aðeins undan fæti. Litli
kúturinn kominn með hita og ég, unga móðirin, sem gat allt, hringdi á hjúkkuna
sem sagði mér að hafa ekki áhyggjur, þetta væri allt eðlilegt. Ég hugsaði að
auðvitað hefði hún á réttu að standa. Konan með reynsluna hlyti að hafa á réttu
að standa. Ég bara 18, þó ég gæti allt, vissi ég kannski ekki allt. Ég fór
eftir ráðleggingum hjúkkunnar og ýtti áhyggjunum burt. Hitinn fór hækkandi og
áhyggjurnar með og alltaf var sama svarið frá hjúkkunni; allt eðlilegt, hafðu
ekki áhyggjur , gefðu honum stíl. Svona gekk þetta þangað til mér var nóg boðið
og fór með drenginn til læknis, sem gaf honum lyf við útbrotum sem voru byrjuð
að myndast og hita. Pensillín. Heim fór ég, með aðeins minni áhyggjur en
áhyggjur samt. Ég náttúrulega bara 18 og kunni ekkert á svona lagað. Ástandið
lagaðist ekkert og drengurinn var orðinn mjög veikur og heil vika liðin. Og þó
ég væri bara 18 vissi ég að þetta gat ekki verið eðlilegt svo ég arka með
drenginn upp á sjúkrahús og segi farir mínar ekki sléttar. Aðkomulæknir að
sunnan tekur á móti okkur, ungu móðurinni og litla lasna drengnum. Við vorum
send með næstu vél suður til Reykjavíkur og beint inn á Landsspítala. Þar sem
syninum var kippt úr höndunum á mér og farið með eitthvert á bakvið og þar sem
hann var skoðaður í bak og fyrir. Það sem óttast var mest, var að hann væri
kominn með heilahimnubólgu. Næstum klukkustund síðar kom læknirinn fram og
tilkynnti okkur að svo væri ekki en enga skyringu væri að finna á þessum
veikindum svo nú væri ráð að leggja drenginn inn til rannsóknar. Mér var létt
yfir heilahimnubólgufréttunum en var hrædd um að eitthvað annað kæmi upp, ekki
síður ógnvænlegt. Eftir miklar rannsóknir næstu daga kom í ljós að drengurinn
var blæðari. Það vantaði allt storknunarefni í blóðið. Einhver vírus eða veira
hafði hreiðrað um sig en ekki væri hægt að komast að því hvort eða hvað væri
vegna þess að hann hafði áður verið settur á pensillín sem kæmi í veg fyrir að
hægt væri að rækta blóðsýnin. Þar sem ekki var vitað hvað væri var hann settur
í einangrun á barna gjörgæsludeild. Þarna stóðum við, með fullt af svörum og
enn fleiri spurningar. Ég var náttúrulega bara 18 ára og vissi akkúrat ekkert
um þessi mál. En áfram stóð ég á mínum sterku beinum og baráttunni skyldi áfram
haldið.
Mikill
blóðvökvi hafði safnast inn á kviðarhol litla drengsins og þurfti því að setja
brunn svo hægt væri að tappa af kviðarholinu reglulega. Ýmsum efnum var bætt í
blóðið til að auka storknun, gerð voru blóðskipti þrisvar, ef ég man rétt og
allt reynt til að bæta ástandið. Kviðurinn þandist út milli þess sem tappað var
af. Útlitið var ekki gott. Fjölskyldur okkar voru nú komnar okkur foreldrunum
til stuðnings. Sem betur fer, því ég var bara 18 og gat ekki allt, alveg ein.
Nú gat brugðið til beggja vona svo drengurinn var skírður skemmri skírn. Og
fékk nafnið Kristófer Atli. Svo fór, að allt fór á versta veg. Lungun gáfu
undan blóðvökvanum í kviðarholinu. Hjartað hætti að ská.
Eitthvað sem 18
ára gamalli móður datt ekki til hugar að gæti gerst, gerðist. Á tuttugu og
tveimur sólarhringum upplifði ég mestu gleði, mestu erfiðleika og mestu sorg
sem nokkur móðir getur upplifað. Sama hve gömul eða ung hún er.
Framundan var
erfiður tími með jarðarför,í fyrsta skipti á ævinni, spurningum og bið eftir
svörum. Kaldur og dimmur vetur. Þökk sé móður minni gekk allt sem þurfti að
ganga, eins og berserkur planaði hún og framkvæmdi og undirbjó jarðarför. Og
stóð við hliðina á mér, sterk eins og klettur. Ég veit ekki hvað gerðist, en
einhvern veginn stóð ég þetta af mér. Mannsheilinn er furðulegt fyrirbæri, hann
deyfir mann og lætur mann gleyma. Enn þann dag í dag, man ég varla eftir
jarðarförinni eða dögunum fyrir, eða dögunum og vikum eftir. Ég þurfti fylgd í
kirkjugarðinn daginn eftir, því ég rataði ekki. Og mundi ekki hvar drengurinn
minn var grafinn. Þarna var ég 18 ára og buguð af sorg. Og fannst ég ekki geta
þetta.
En sagt er að
tíminn lækni öll sár. Það er nokkuð til í því. Þó eftir sitji stórt ör, sem ég
alltaf mun finna fyrir, þá stend ég enn. Og ég gat þetta. 18 ára gömul.
Þegar ég lít
til baka, þá sé ég og ég held, að ég geti allt. Fyrst ég stóð þennan byl af mér
og marga aðra sem á eftir komu. Svartnætti og þunglyndi. Þá þraukaði ég. Ég er
sú menneskja sem ég er í dag vegna þessa. Sterkari og reynslunni ríkari.
Hönd þín snerti
sálu okkar
Fótspor þín
liggja um líf okkar allt.
6 konur í kaffi (Hugmyndasmíði)
Ótrúlegt hvað
þessi flensa er búin að vaða svo gjörsamlega yfir mann og annan þessa síðustu
og verstu að heilsuhraustustu og frískustu menn hafa steinlegið í valnum sem
aldrei fyrr. Ekki það að ég svo sem stend enn ,svo krisp og lekker og ósnortin
af blessaðri flensunni. En það sama er ekki að segja af elskhuga mínum,
sambýlismanni og barnsföður (einn og sami maðurinn þó) hann gjörsamlega steinlá
svo ekki var um villst.
En allt kom fyrir
ekki, málarinn lá fárveikur heima nær dauða en lífi, svo illa staddur að hann
var hreinlega kominn með snert af bráðkveddu!!
Eins og sönnum
karlmanni sæmir, er hann mjög áhugasamur um brjóst og dafnar vel eftir því.
Annars hefur borið á því undanfarna daga að áhuginn hefur aukist svo til muna
að hann helst vill liggja á, á 1 1/2 tíma fresti sem er alls ekki að gera sig
og langt frá hans daglegu hegðun og rútínu.Var þetta farið að setja hressilega
mark sitt á konuna með brjóstin sem hefur alvarlega þjáðst af hinni svokölluðu
mjólkurþoku. Svo gleymin var hún að hún mátti þakka fyrir að rata heim til sín
ef hún fór of lagt að heiman, átti í erfiðleikum að muna hvaða dagur var og
hvar hún lagði frá sér hlutina. Bókstaflega stúpit!! Svo langt gekk það að einn
daginn, þegar hún var að labba heim úr stuttri vinnuferð, og gekk framhjá svona
hraðamæli sem segir ökumönnum hve hratt hann ekur og blikkar ljósi ef ekið er
of hratt, og sýndi þessi hraðamælir 35km , flaug þá í gegnum kollinn, á
ljóshraða, “vá hvað ég labba hratt!!”.
Þreyttur, saddur
og sæll var hann svo lagður í rúmið sitt, og ekki rumskað síðan. Þegar öllu er
á botninn hvolft er það bara mamman sem er með brjóstin á heilanum. Sonurinn
vill bara fá að borða!! Góða nótt.
Eftir að hafa
skellt í nokkrar laugardags-lummur arkaði húsmóðirin af stað út í sólina með
einkasoninn í vagninum. Þar brussaðist hún í gegnum skafla og ruðninga og lét
ekkert stoppa sig. Hún ætlaði sko sannarlega að njóta hverrar mínútu í þessu
blíðskapaveðri hugsandi vestur á firði þar sem stórfjölskyldan býr, í
veðurbörðum húsum sínum í arfavitlausu veðri, snjóflóðahættu og vosbúð. Varla
hundi út sigandi og allar samgöngur í lamasessi. Vesalings fólkið að búa við
þetta..
skrattinn úr
“sauðárkróknum”
Nú varð ég að
skíta í lófana og bretta upp handleggina
Já stundum getur
heilinn í manni verið utan þjónustusvæðis og ekki nokkur leið að ná sambandi
Og nokkra
selveiðimenn, sem jafnvel sofa í litlum kofum í fjöruborðinu á meðan
selveiðarnar eru stundaðar.
Að vakna hér í
Nanortalik á hverjum morgni og fá að upplifa kyrrðina og fegurðina eru
forréttindi. Hér líður tíminn hægar enn annarsstaðar gengur og gerist. Maður
bókstaflega hefur allan tíman í veröldinni til að gera allt í veröldinni, en
samt nægur tími eftir
Ofurkona með allt
á hreinu, með útstrikaðan verkefnalista og nægan tíma fyrir hobbý og
huggulegheit. En því var ekki að heilsa. Í staðinn hef ég varla lyft litla
fingri, ekki einusinni til að setja á mig varalit, hvað þá meir!!
Ég hef lofað mér
á hverjum degi að vera dugleg á morgun. En eins og hver annar ósvikinn
alþingismaður hef ég svikið það loforð án þess svo mikið sem skammast mín eða
blikka
Monday, April 09, 2012
6 konur í kaffi (Hugmyndasmíði)
Ég er með svona Kornflexnef.
Ha, kornflexnef?
Já þú veist þegar maður er búinn að vera með hor og hnerra
og er búinn að vera að snýta sér í nokkra daga og húiðn innan í nefinu á manni
verður svona eins og kornflex, rauð og þrútin.
Kornflex?
Já svona hart og krispí.
Bíddu nú við hefur þú einhvern tímann borðað rautt og þrútið
kornflex.
Nei auðvitað ekki það verður meira svona soggí og gult, en
það á svo sem við líka.
Annars fannst mér þetta hljóma meira eins og Trix.
Trix?
Já, Trix . Það eru svona bleikrauðar
kókópuffskúlur sem verða þrúttnar ef maður lætur þær liggja of lengi í
mjólkinni.
En hvernig líst ykkur á þessa nýju.
Hún er reyndar ekki ný. Skilst að hún hafi unnið hér fyrir
einhverjum árum síðan.
Sigga ættir þú ekki að þekkja hana. Þú ert búinn að vera
hérna lengst af okkur öllum.
Nei ég held að ég muni ekkert eftir henni. Annars var ég nú
ekkert að spá í hana.
--------------
Þetta eru Mormónarnir
Þú meinar hormónarnir
Nei ég meina Mormónar. Þessi svortu jakkaklæddu sem koma með
Varðturninn heim til manns. Þeir komu við hjá henni í gærkvöldi og hún bauð
þeim inn í kaffi og þeir fóru ekki fyrr en um miðja nótt. Hún svaf sem sagt
nánast ekkert í nótt og þess vegna er hún pirruð. Lásu yfir henni úr biblíunni
í marga tíma.
--------------
Ha, kornflexnef?
Já þú veist þegar maður er búinn að vera með hor og hnerra
og er búinn að vera að snýta sér í nokkra daga og húiðn innan í nefinu á manni
verður svona eins og kornflex, rauð og þrútin.
Kornflex?
Já svona hart og krispí.
Bíddu nú við hefur þú einhvern tímann borðað rautt og þrútið
kornflex.
Nei auðvitað ekki það verður meira svona soggí og gult, en
það á svo sem við líka.
Annars fannst mér þetta hljóma meira eins og Trix.
Trix?
Já, Trix . Það eru svona bleikrauðar
kókópuffskúlur sem verða þrúttnar ef maður lætur þær liggja of lengi í
mjólkinni.
En hvernig líst ykkur á þessa nýju.
Hún er reyndar ekki ný. Skilst að hún hafi unnið hér fyrir
einhverjum árum síðan.
Sigga ættir þú ekki að þekkja hana. Þú ert búinn að vera
hérna lengst af okkur öllum.
Nei ég held að ég muni ekkert eftir henni. Annars var ég nú
ekkert að spá í hana.
--------------
Þetta eru Mormónarnir
Þú meinar hormónarnir
Nei ég meina Mormónar. Þessi svortu jakkaklæddu sem koma með
Varðturninn heim til manns. Þeir komu við hjá henni í gærkvöldi og hún bauð
þeim inn í kaffi og þeir fóru ekki fyrr en um miðja nótt. Hún svaf sem sagt
nánast ekkert í nótt og þess vegna er hún pirruð. Lásu yfir henni úr biblíunni
í marga tíma.
--------------
6 konur í kaffi (Hugmyndasmíði)
Nei maður verður að setja upp skel. Sagan mín er ekkert öðruvísi en annara grænlendinga. Maður er ekki orðinn gamall þegar mann dreymir um að komast í burtu. Ég hataði þorpið mitt. Hataði helvítis kuldann. Hata helvítis fólkið. Það var ekki alltaf svona. Einu sinni ætlaði ég að búa þarna alla mína tíð. Auðvitað gekk é í gegnum unglingsárin þar sem að draumurinn var að komast í burtu. En eftir að ég varð eldri var á búinn að sætta mig við að ég væri grænlendingur. Þessi sterka manneskja sem lifir á því sem hafið og ísinn gefa. Vitandi að það er ekki á allra færi að lifa af í þessu landi. Eskimóar og kakkalakkar verða líklegast þeir einu sem lifa af. Og ég var ástfangin. Hann var veiðimaður frá næsta firði. Ég sá hann fyrst þegar feður okkar ásamt fleirum
Ástfanginn
Fæðir barn
Barnið vill burt þegar það verður unglingur
Barnið er misnotað af einhverjum
Barnið fremur sjálfsmorð
Maðurinn verður aumingi sem drekkur sig í hel
Hún þarf að sanna sig sem veiðimaður
Þrátt fyrir að vera góð samþykkja karlarnir hana ekki.
Hún flýr þorpið
Dulbýr sig sem karlmann og lifir sem veiðimaður í 5 ár.
En flýr þá til Íslands og gerist kona á ný.
????????
Ástfanginn
Fæðir barn
Barnið vill burt þegar það verður unglingur
Barnið er misnotað af einhverjum
Barnið fremur sjálfsmorð
Maðurinn verður aumingi sem drekkur sig í hel
Hún þarf að sanna sig sem veiðimaður
Þrátt fyrir að vera góð samþykkja karlarnir hana ekki.
Hún flýr þorpið
Dulbýr sig sem karlmann og lifir sem veiðimaður í 5 ár.
En flýr þá til Íslands og gerist kona á ný.
????????
6 konur í kaffi (Hugmyndasmíði)
Og eftir að við skutum ísbjörninn var hann dreginn að landi og við hlutuðum hann niður í hæfilega bita, alla í þorpinu.
Og er ekki mikil kúnst að matreiða þetta?
Jú, það er sko mikil kúnst að elda þetta. Þú setur vatn í pott, helst sjó, og kveikir undir.
------
Þar eru kellingarnar alltaf rosalega ágengar. Það er þeira að segja þannig að sumir túristarnir þora ekki að fara inn á barinn út af þeim. Sem er skrítið því að eina sem þarf að gera er bara að ríða þeim og þá er það úr sögunni. Þeir þurfa bara að passa sig á þessum giftu. Það var skorinn hausinn af einum. Rétt hékk á og lá bara fram á barinn.
Maðurinn?
Nei hausinn.
-----------
Annars eru grænlenskar kellingar ekki mikið í að halda fram hjá en þær eru mikið fyrir að prófa hlutina. Sérstaklega þegar þær detta í það. Þá fer brennivínið beint niður í tussuna á þeim og þá þarf að ríða greyjunum. Og það er þá sem karlarnir verða vitlausir.
---------
Svilkona mín dó fyrir þremur vikum og blessaður karlinn hennar er búinn að vera óvinnufær af sorg síðan. Vælandi í mér og óvinnufær. Ég verð að viðurkenna að ég var búin að fá mig fullsadda af þessu helvítis væli í manninum og spurði hann bara rétt sví svona hvort hann vildi ekki ekki bara leggjast hjá helvítis kellingunni og drepast. Ég hefði að minnsta kosti engann tíma til þess að hlusta á þetta helvítis væl og hann ætti frekar að leita til þeirra sem hefðu lært það í skóla að hlusta á grenjuskjóður.
Óttalega geturðu verið tillitslaus? Þetta var nú konan hans.
O jæja það getur svo sem verið en ég er ekki frá því að kallinn hafi aðeins braggast við ræðuna þrátt fyrir að ég kunni ekkert í áfallahjálp.
-----
Og er ekki mikil kúnst að matreiða þetta?
Jú, það er sko mikil kúnst að elda þetta. Þú setur vatn í pott, helst sjó, og kveikir undir.
------
Þar eru kellingarnar alltaf rosalega ágengar. Það er þeira að segja þannig að sumir túristarnir þora ekki að fara inn á barinn út af þeim. Sem er skrítið því að eina sem þarf að gera er bara að ríða þeim og þá er það úr sögunni. Þeir þurfa bara að passa sig á þessum giftu. Það var skorinn hausinn af einum. Rétt hékk á og lá bara fram á barinn.
Maðurinn?
Nei hausinn.
-----------
Annars eru grænlenskar kellingar ekki mikið í að halda fram hjá en þær eru mikið fyrir að prófa hlutina. Sérstaklega þegar þær detta í það. Þá fer brennivínið beint niður í tussuna á þeim og þá þarf að ríða greyjunum. Og það er þá sem karlarnir verða vitlausir.
---------
Svilkona mín dó fyrir þremur vikum og blessaður karlinn hennar er búinn að vera óvinnufær af sorg síðan. Vælandi í mér og óvinnufær. Ég verð að viðurkenna að ég var búin að fá mig fullsadda af þessu helvítis væli í manninum og spurði hann bara rétt sví svona hvort hann vildi ekki ekki bara leggjast hjá helvítis kellingunni og drepast. Ég hefði að minnsta kosti engann tíma til þess að hlusta á þetta helvítis væl og hann ætti frekar að leita til þeirra sem hefðu lært það í skóla að hlusta á grenjuskjóður.
Óttalega geturðu verið tillitslaus? Þetta var nú konan hans.
O jæja það getur svo sem verið en ég er ekki frá því að kallinn hafi aðeins braggast við ræðuna þrátt fyrir að ég kunni ekkert í áfallahjálp.
-----
6 konur í kaffi (hugmyndasmíði)
Það er ekkert ómögulegt.
Nú hefurðu reynt að hefta vatn við tré.
Ha?
Maður heftar ekki vatn við tré, það er ekki hægt.
------------
Er ekki skekkjumörk?
Skekkjumörk? Þannig að ef ég spyr um t.d. Sigurrós og þú svarar Sigurjón á ég þá að gefa þér rétt fyrir?
------
Fynnið þið spennuna?
Já mér er óglatt, það er bara þannig
-------
Annars verðum við að segja okkur á Sullisivik-ið
(Félagsþjónusta)
Sulli siv hvað?
Félagsþjónusta.
Nú hefurðu reynt að hefta vatn við tré.
Ha?
Maður heftar ekki vatn við tré, það er ekki hægt.
------------
Er ekki skekkjumörk?
Skekkjumörk? Þannig að ef ég spyr um t.d. Sigurrós og þú svarar Sigurjón á ég þá að gefa þér rétt fyrir?
------
Fynnið þið spennuna?
Já mér er óglatt, það er bara þannig
-------
Annars verðum við að segja okkur á Sullisivik-ið
(Félagsþjónusta)
Sulli siv hvað?
Félagsþjónusta.
6 Konur í kaffi (hugmyndasmíði)
Ein talar í ÞBS frösum.
Um leið og ég tók þá
afdrífaríku ákvörðun að byrja að skipta mér af þjóðfélagsumræðunni í stað þess
að láta öðrum orðið eftir ákvað ég að hafa það fyrir reglu að gera ekki mín
persónulegu mál að umfjöllunarefni. Halda mig frekar við almenn efnistök, sérstaklega
þegar kæmi að fjármálum.
Fyrir vikið ríkir
óvissan enn.
Peningar eru jú ekki
verðmæti í sjálfu sér heldur ávísun á þau.
Því hvar liggja
mörkin á milli hagsmuna og skoðana?
Þversögn
verkalýðshreyfingarinnar virðist því enn í fullu gildi.
Hefur RÚV virkilega
lært sína lexíu?
Fjarlægir RÚV
óþægilegar fréttir af valdhöfum?
Áður en lengra er
haldið vil ég biðja þig að draga andann djúpt. Hugleiða svo eitt augnablik af
hverju þú ert yfir höfuð að lesa þetta. Er það vegna þess að þú ert forvitin/n
um hvað ég hef til málanna að leggja í dag og hefur áhuga á hugsanlegri lausn?
Eða búa einhverjar aðrar hvatir að baki? Ég vona í það minnsta að þessi skrif
verði til þess að við færumst skrefi nær niðurstöðu. Sundurlyndi og ágreiningur
mun ekki höggva á hnútinn sem umræðan um skuldavanda heimilanna virðist hafa
ratað í.
Starfið hefur verið
mjög krefjandi og gefandi. Gott er að geta orðið að liði í baráttu gegn
svíðandi óréttlæti
Ég vil að helstu
innviðir samfélagsins séu í opinberri eigu.
Það hefur jú verið aðalsmerki íslenskra ráðamanna að viðurkenna aldrei mistök. Aldrei.
-----------
Á
krepputímum, þegar stjórnmálamenn virðast ráðalausir, er jarðvegurinn
frjór fyrir misæskilega róttækni af öllum sortum og gerðum. Þröskuldar eru
færðir og það sem áður var óhugsandi verður normið. Umburðarlyndi víkur
fyrir fordómum, útrásarvíkingar verða að ríkisstarfsmönnum og yfirlýstir
sósíalistar ganga erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varla þarf að rifja
upp þær aðstæður sem ríktu í Þýskalandi á fjórða áratug 20. aldarinnar í
kjölfar kreppunnar miklu þegar þjóðernissósíalistinn og öfgamaðurinn Adolf
Hitler var kosinn til valda.
--------
Við erum sem villt í myrkvuðu
völundarhúsi kreppunnar. Nú getum við kallað eftir sterkum leiðtoga til að vísa
okkur veginn og vonað að hann rati leiðina út úr völundarhúsi vanhæfrar
stjórnsýslu, virðingarsnauðs Alþingis og vítaverðra viðskiptahátta þeirra sem
raunverulega völdin hafa. En ef leiðtoginn bregst er hætt við því að við
komumst ekki út. Höldum bara áfram að ráfa um í myrkrinu umkringd köldum og
blautum veggjum.
Þegar kemur að leiðtogapólitík verður
að viðurkennast að sporin hræða. Hin leiðin er að virkja samvisku fjöldans. Og
veðja þannig á að þegar margir ráði saman, á opnum og lýðræðislegum grundvelli
sem felur í sér flatan strúktúr aukist líkurnar á betri útkomu. Vonir mínar
standa til þess að slíkur valkostur hafi orðið til síðastliðinn sunnudag þegar Dögun - samtök
um réttlæti, sanngirni og lýðræði voru stofnuð. Vonandi sannast hið fornkveðna; að það sé
alltaf dimmast fyrir dögun.
Þangað til við komum
að rofinu milli tungumáls og veruleika. Nokkru sem Ísland hefur lifað við allt
frá því Þorgeir Þorkelsson kom undan feldinum árið 1000 og gerir orðum
ómögulegt að finna viðspyrnu til nokkurra áhrifa
-----
Sameiningin og
sáttin hjá Vigdísi og Kristjáni fólst í því að þau sátu á friðarstóli og
sneiddu vandlega fram hjá pólitískum átakamálum. Þau störfuðu bæði samkvæmt því
að embættið væri algjörlega ópólitískt. Þau voru bæði vinsæl, Kristján talaði
mest um menningu okkar, Vigdís um menninguna og náttúruna, hún gróðursetti tré.
----------
Við getum haft forseta sem beitir
málskotsréttinum og þá verður hann óvinsæll.
Og við getum haft forseta sem
talar á almennum nótum um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Hann
getur verið vinaleg persóna sem flestir kunna vel við.
--------
Nú steyta menn
stömpum yfir því að sendiherra ESB á Íslandi hafi haldið nokkra kynningarfundi.
Það er látið eins og þetta hljóti að varða við lög og alþjóðasamninga.
Um leið og ég tók þá
afdrífaríku ákvörðun að byrja að skipta mér af þjóðfélagsumræðunni í stað þess
að láta öðrum orðið eftir ákvað ég að hafa það fyrir reglu að gera ekki mín
persónulegu mál að umfjöllunarefni. Halda mig frekar við almenn efnistök, sérstaklega
þegar kæmi að fjármálum.
Fyrir vikið ríkir
óvissan enn.
Peningar eru jú ekki
verðmæti í sjálfu sér heldur ávísun á þau.
Því hvar liggja
mörkin á milli hagsmuna og skoðana?
Þversögn
verkalýðshreyfingarinnar virðist því enn í fullu gildi.
Hefur RÚV virkilega
lært sína lexíu?
Fjarlægir RÚV
óþægilegar fréttir af valdhöfum?
Áður en lengra er
haldið vil ég biðja þig að draga andann djúpt. Hugleiða svo eitt augnablik af
hverju þú ert yfir höfuð að lesa þetta. Er það vegna þess að þú ert forvitin/n
um hvað ég hef til málanna að leggja í dag og hefur áhuga á hugsanlegri lausn?
Eða búa einhverjar aðrar hvatir að baki? Ég vona í það minnsta að þessi skrif
verði til þess að við færumst skrefi nær niðurstöðu. Sundurlyndi og ágreiningur
mun ekki höggva á hnútinn sem umræðan um skuldavanda heimilanna virðist hafa
ratað í.
Starfið hefur verið
mjög krefjandi og gefandi. Gott er að geta orðið að liði í baráttu gegn
svíðandi óréttlæti
Ég vil að helstu
innviðir samfélagsins séu í opinberri eigu.
Það hefur jú verið aðalsmerki íslenskra ráðamanna að viðurkenna aldrei mistök. Aldrei.
-----------
Á
krepputímum, þegar stjórnmálamenn virðast ráðalausir, er jarðvegurinn
frjór fyrir misæskilega róttækni af öllum sortum og gerðum. Þröskuldar eru
færðir og það sem áður var óhugsandi verður normið. Umburðarlyndi víkur
fyrir fordómum, útrásarvíkingar verða að ríkisstarfsmönnum og yfirlýstir
sósíalistar ganga erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varla þarf að rifja
upp þær aðstæður sem ríktu í Þýskalandi á fjórða áratug 20. aldarinnar í
kjölfar kreppunnar miklu þegar þjóðernissósíalistinn og öfgamaðurinn Adolf
Hitler var kosinn til valda.
--------
Við erum sem villt í myrkvuðu
völundarhúsi kreppunnar. Nú getum við kallað eftir sterkum leiðtoga til að vísa
okkur veginn og vonað að hann rati leiðina út úr völundarhúsi vanhæfrar
stjórnsýslu, virðingarsnauðs Alþingis og vítaverðra viðskiptahátta þeirra sem
raunverulega völdin hafa. En ef leiðtoginn bregst er hætt við því að við
komumst ekki út. Höldum bara áfram að ráfa um í myrkrinu umkringd köldum og
blautum veggjum.
Þegar kemur að leiðtogapólitík verður
að viðurkennast að sporin hræða. Hin leiðin er að virkja samvisku fjöldans. Og
veðja þannig á að þegar margir ráði saman, á opnum og lýðræðislegum grundvelli
sem felur í sér flatan strúktúr aukist líkurnar á betri útkomu. Vonir mínar
standa til þess að slíkur valkostur hafi orðið til síðastliðinn sunnudag þegar Dögun - samtök
um réttlæti, sanngirni og lýðræði voru stofnuð. Vonandi sannast hið fornkveðna; að það sé
alltaf dimmast fyrir dögun.
Þangað til við komum
að rofinu milli tungumáls og veruleika. Nokkru sem Ísland hefur lifað við allt
frá því Þorgeir Þorkelsson kom undan feldinum árið 1000 og gerir orðum
ómögulegt að finna viðspyrnu til nokkurra áhrifa
-----
Sameiningin og
sáttin hjá Vigdísi og Kristjáni fólst í því að þau sátu á friðarstóli og
sneiddu vandlega fram hjá pólitískum átakamálum. Þau störfuðu bæði samkvæmt því
að embættið væri algjörlega ópólitískt. Þau voru bæði vinsæl, Kristján talaði
mest um menningu okkar, Vigdís um menninguna og náttúruna, hún gróðursetti tré.
----------
Við getum haft forseta sem beitir
málskotsréttinum og þá verður hann óvinsæll.
Og við getum haft forseta sem
talar á almennum nótum um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Hann
getur verið vinaleg persóna sem flestir kunna vel við.
--------
Nú steyta menn
stömpum yfir því að sendiherra ESB á Íslandi hafi haldið nokkra kynningarfundi.
Það er látið eins og þetta hljóti að varða við lög og alþjóðasamninga.
Subscribe to:
Comments (Atom)