Ein talar í ÞBS frösum.
Um leið og ég tók þá
afdrífaríku ákvörðun að byrja að skipta mér af þjóðfélagsumræðunni í stað þess
að láta öðrum orðið eftir ákvað ég að hafa það fyrir reglu að gera ekki mín
persónulegu mál að umfjöllunarefni. Halda mig frekar við almenn efnistök, sérstaklega
þegar kæmi að fjármálum.
Fyrir vikið ríkir
óvissan enn.
Peningar eru jú ekki
verðmæti í sjálfu sér heldur ávísun á þau.
Því hvar liggja
mörkin á milli hagsmuna og skoðana?
Þversögn
verkalýðshreyfingarinnar virðist því enn í fullu gildi.
Hefur RÚV virkilega
lært sína lexíu?
Fjarlægir RÚV
óþægilegar fréttir af valdhöfum?
Áður en lengra er
haldið vil ég biðja þig að draga andann djúpt. Hugleiða svo eitt augnablik af
hverju þú ert yfir höfuð að lesa þetta. Er það vegna þess að þú ert forvitin/n
um hvað ég hef til málanna að leggja í dag og hefur áhuga á hugsanlegri lausn?
Eða búa einhverjar aðrar hvatir að baki? Ég vona í það minnsta að þessi skrif
verði til þess að við færumst skrefi nær niðurstöðu. Sundurlyndi og ágreiningur
mun ekki höggva á hnútinn sem umræðan um skuldavanda heimilanna virðist hafa
ratað í.
Starfið hefur verið
mjög krefjandi og gefandi. Gott er að geta orðið að liði í baráttu gegn
svíðandi óréttlæti
Ég vil að helstu
innviðir samfélagsins séu í opinberri eigu.
Það hefur jú verið aðalsmerki íslenskra ráðamanna að viðurkenna aldrei mistök. Aldrei.
-----------
Á
krepputímum, þegar stjórnmálamenn virðast ráðalausir, er jarðvegurinn
frjór fyrir misæskilega róttækni af öllum sortum og gerðum. Þröskuldar eru
færðir og það sem áður var óhugsandi verður normið. Umburðarlyndi víkur
fyrir fordómum, útrásarvíkingar verða að ríkisstarfsmönnum og yfirlýstir
sósíalistar ganga erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varla þarf að rifja
upp þær aðstæður sem ríktu í Þýskalandi á fjórða áratug 20. aldarinnar í
kjölfar kreppunnar miklu þegar þjóðernissósíalistinn og öfgamaðurinn Adolf
Hitler var kosinn til valda.
--------
Við erum sem villt í myrkvuðu
völundarhúsi kreppunnar. Nú getum við kallað eftir sterkum leiðtoga til að vísa
okkur veginn og vonað að hann rati leiðina út úr völundarhúsi vanhæfrar
stjórnsýslu, virðingarsnauðs Alþingis og vítaverðra viðskiptahátta þeirra sem
raunverulega völdin hafa. En ef leiðtoginn bregst er hætt við því að við
komumst ekki út. Höldum bara áfram að ráfa um í myrkrinu umkringd köldum og
blautum veggjum.
Þegar kemur að leiðtogapólitík verður
að viðurkennast að sporin hræða. Hin leiðin er að virkja samvisku fjöldans. Og
veðja þannig á að þegar margir ráði saman, á opnum og lýðræðislegum grundvelli
sem felur í sér flatan strúktúr aukist líkurnar á betri útkomu. Vonir mínar
standa til þess að slíkur valkostur hafi orðið til síðastliðinn sunnudag þegar Dögun - samtök
um réttlæti, sanngirni og lýðræði voru stofnuð. Vonandi sannast hið fornkveðna; að það sé
alltaf dimmast fyrir dögun.
Þangað til við komum
að rofinu milli tungumáls og veruleika. Nokkru sem Ísland hefur lifað við allt
frá því Þorgeir Þorkelsson kom undan feldinum árið 1000 og gerir orðum
ómögulegt að finna viðspyrnu til nokkurra áhrifa
-----
Sameiningin og
sáttin hjá Vigdísi og Kristjáni fólst í því að þau sátu á friðarstóli og
sneiddu vandlega fram hjá pólitískum átakamálum. Þau störfuðu bæði samkvæmt því
að embættið væri algjörlega ópólitískt. Þau voru bæði vinsæl, Kristján talaði
mest um menningu okkar, Vigdís um menninguna og náttúruna, hún gróðursetti tré.
----------
Við getum haft forseta sem beitir
málskotsréttinum og þá verður hann óvinsæll.
Og við getum haft forseta sem
talar á almennum nótum um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Hann
getur verið vinaleg persóna sem flestir kunna vel við.
--------
Nú steyta menn
stömpum yfir því að sendiherra ESB á Íslandi hafi haldið nokkra kynningarfundi.
Það er látið eins og þetta hljóti að varða við lög og alþjóðasamninga.
No comments:
Post a Comment