Ég er með svona Kornflexnef.
Ha, kornflexnef?
Já þú veist þegar maður er búinn að vera með hor og hnerra
og er búinn að vera að snýta sér í nokkra daga og húiðn innan í nefinu á manni
verður svona eins og kornflex, rauð og þrútin.
Kornflex?
Já svona hart og krispí.
Bíddu nú við hefur þú einhvern tímann borðað rautt og þrútið
kornflex.
Nei auðvitað ekki það verður meira svona soggí og gult, en
það á svo sem við líka.
Annars fannst mér þetta hljóma meira eins og Trix.
Trix?
Já, Trix . Það eru svona bleikrauðar
kókópuffskúlur sem verða þrúttnar ef maður lætur þær liggja of lengi í
mjólkinni.
En hvernig líst ykkur á þessa nýju.
Hún er reyndar ekki ný. Skilst að hún hafi unnið hér fyrir
einhverjum árum síðan.
Sigga ættir þú ekki að þekkja hana. Þú ert búinn að vera
hérna lengst af okkur öllum.
Nei ég held að ég muni ekkert eftir henni. Annars var ég nú
ekkert að spá í hana.
--------------
Þetta eru Mormónarnir
Þú meinar hormónarnir
Nei ég meina Mormónar. Þessi svortu jakkaklæddu sem koma með
Varðturninn heim til manns. Þeir komu við hjá henni í gærkvöldi og hún bauð
þeim inn í kaffi og þeir fóru ekki fyrr en um miðja nótt. Hún svaf sem sagt
nánast ekkert í nótt og þess vegna er hún pirruð. Lásu yfir henni úr biblíunni
í marga tíma.
--------------
No comments:
Post a Comment